A voice of their own

Hörpuhorn, Harpa · lau 25. okt kl. 14:00
Screenshot 2025-08-17 at 16.54.58

Sönghópurinn Hljómeyki stefnir að samstarfi við Drake Music Scotland um tónleika á Íslandi og í Skotlandi. Stefan Sand, tónskáld og stjórnandi kórsins er hugmyndasmiður verkefnisins.

"Led by the ambitions of disabled artists, Drake Music Scotland works with composers, music creators, ensembles and performers to change music for good. We believe amplifying voices, raising visibility and providing support to achieve artistic and musical ambitions is essential for disabled artists to thrive.  We are dedicated to developing instruments, repertoire and accessible technology and we champion new ways to engage in creative activity.

Pöntuð voru ný tónverk fyrir kór, baritóneinsöngvara og hörpu frá þremur skoskum og þremur íslenskum tónskáldum. Í skoska hópnum eru tónskáld með líkamlegar fatlanir, en íslenski hópurinn eru nemendur á meistarastigi í Listaháskóla Íslands. Aðkoma Stefans felur einnig í sér þjálfun og ráðgjöf til tónskáldanna. Á Íslandi verða verkin flutt af Söngflokknum Hljómeyki, Katie Buckley á hörpu og bandaríska barítónsöngvaranum Colin Levin.

Söngflokkurinn Hljómeyki var stofnaður árið 1974 og hefur frá upphafi verið í fremstu röð íslenskra kóra. Verkefnaskrá Hljómeykis er bæði víðfeðm og fjölbreytt, allt frá kórmúsík endurreisnarinnar til samtímatónlistar. Hljómeyki tekur iðulega þátt í tónlistarhátíðum og hefur meðal annars komið fram á Myrkum músíkdögum, Reykholtshátíð, Þjóðlagahátíð á Siglufirði og á Sumartónleikum í Skálholti en kórinn átti í samstarfi við síðastnefndu hátíðina í um það bil þrjá áratugi og frumflutti á þeim tíma tugi verka eftir mörg helstu tónskáld landsins. Kórinn hefur einnig átt farsælt samstarf við Listaháskóla Íslands undanfarin ár um flutning á verkum útskriftarnemenda. Hljómeyki hefur frumflutt og átt frumkvæði að gerð tuga íslenskra tónverka sem mörg hver hafa ratað á verkaskrá annarra kóra.

Skosk tónskáld:

Sarah Corr
Milosz Carniecki
Christopher Meek

Íslensk tónskáld:

Maria-Carmela Raso
Svanfríður Hlín Gunnarsdóttir
Valgerður Jónsdóttir

Þátttakendur

tónskáld og stjórnandi
hörpuleikari
kammerkór

Styrktar- og samstarfsaðilar