Líf og dauði

Gamla bíó · 29/10/21 at 6:00 PM
foto tix.jpg

Líf og dauði 
- Mexíkóskur matur og tónleikar í Gamla bíói

“Lifum brosandi til þess að deyja glöð” segja Mexíkanar. Það er löngu orðið heimsþekkt hvernig þeir gleðjast yfir þeim sem á undan hafa farið, fagna lífinu, dauðanum og minnast fólksins síns með litríkri gleði og veisluhöldum.Íslendingar hafa tekið hefðinni, “Degi hinna dauðu” fagnandi og á hverju ári skreytir fjöldi fólks sig og nýtur þess að stíga inn í annan hugarheim.
Í einstakri veislu í Gamla bíói fer Svanlaug Jóhannsdóttir yfir það í sögum og lögum hvernig hugmyndir dagsins gætu nýst okkur til þess að gæða lífið meiri dýpt og gleði.

Gestum býðst að gæða sér á sérhönnuðum fordrykk Don Julio, djúsí tveggja rétta máltíð og njóta tónleika í framhaldi af því - eða mæta beint á tónleika.

Söngkona og sögumaður: Svanlaug Jóhannsdóttir

Matseðill kvöldsins

Fordrykkur: Sérhannaður kokteill í tilefni kvöldsins í boði Don Julio Tequila

*Forréttur *
Stökkar tortilla kökur og guacamole
Grillaður shishito pipar
Nauta flauta

*Aðalréttur*
Taco
Heimagerðar mjúkar maiz kökur
Lamb barbacoa og hægeldaður grís
Guacamole og salsa verde

Ef um séróskir er að ræða í sambandi við mat eða sætaskipan þá hafa samband við gamlabio@gamlabio.is 

Tónlistarstjóri: Guillaume Heurtebize
Hljófæraleikarar: Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Andri Ólafsson og Eiríkur Rafn Stefánsson.

Sviðshönnuður og skúlptúrar: Erla Lilliendahl 

Participants