Ljóðakeppni fyrir grunnskólanema

POETRY _web.png
Á Ljóðadögum Óperudaga efnum við til ljóðasamkeppni fyrir alla grunnskólanema á landinu.

Þema hátíðarinnar er „Ljóð fyrir loftslagið“ og því hvetjum við alla krakka til að senda okkur ljóð um náttúruna, loftslagið, framtíðarsýn sína og drauma sína eða annað sem passar við þemað. Krakkarnir eru hvattir til að senda okkur ljóð á íslensku eða sínu móðurmáli.

Veittar verða viðurkenningar í tveimur flokkum, 1.- 5. bekk og 6. - 10. bekk en valnefndina skipa íslenskir rithöfundar, fulltrúi Forlagsins, fulltrúi Norræna hússins, fulltrúi Borgarbókasafnins og fulltrúar hátíðarinnar. Ljóð sem berast á öðrum tungumálum en íslensku fá sérstaka viðurkenningu. Ljóðin verða birt á ýmsum stöðum um bæinn og á samfélagsmiðlum meðan á hátíðinni stendur. Á næstu árum verða þau svo ef til vill notuð í fleiri verkefni á vegum hátíðarinnar í samráði við ungu skáldin.

Ljóðakeppnin stendur frá 27. september til 20. október.

Sendið okkur endilega ljóð, ásamt fullu nafni, heimilisfangi og símanúmerið forráðamanns á:

Ljóðadagar Óperudaga
Pósthólf 8783
108 Reykjavík


EÐA

operudagar@operudagar.is

Fyllum borgina af ljóðum á Ljóðadögum!

Sponsors and partners