Sigurður Helgi

Pianist

2023_SH_Portrait_BW_head

Sigurður Helgi lauk framhaldsprófi í píanóleik árið 2004 frá Tónlistarskólanum á Akureyri og BA gráðu í djasspíanóleik, hljómsveitarstjórn og kvikmyndatónlist frá Berklee College of Music árið 2011.

Hann starfar jöfnum höndum sem klassískur og rytmískur píanóleikari ásamt því að stjórna, kenna, útsetja og semja. Hann hefur komið að ýmsum óperu- og söngleikjauppfærslum hjá áhuga- og atvinnuleikfélögum í gegnum tíðina, nú síðast sem tónlistarstjóri í uppfærslu Sviðslistahópsins Óðs á Don Pasquale í Þjóðleikhúskjallaranum árið 2023.

Sigurður Helgi er píanóleikari og kennari við Söngskólann í Reykjavík og stjórnandi Karlakórs Kópavogs.