Lára Bryndís Eggertsdóttir

Choir conductor, organist, pianist

LBE_DSC2153

Lára Bryndís Eggertsdóttir byrjaði ung að læra á píanó og 14 ára gömul tók hún fyrstu skrefin sem afleysingaorganisti í Langholtskirkju. Hún lauk einleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar með hæstu einkunn vorið 2002 undir handleiðslu Harðar Áskelssonar og tveimur árum síðar burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Lára Bryndís flutti árið 2018 aftur heim til Íslands eftir 10 ára búsetu í Danmörku þar sem hún lauk meistaraprófi í kirkjutónlist frá Tónlistarháskólanum í Árósum vorið 2014. Aðalkennarar hennar þar voru Ulrik Spang-Hanssen á orgel, Lars Colding Wolf í semballeik, og Søren Kinch Hansen og Carsten Seyer-Hansen í kórstjórn. Einnig starfaði hún sem organisti við Sønderbro kirkju í Horsens og semballeikari hjá barokksveitinni BaroqueAros í Árósum. Fyrst eftir heimkomuna var Lára Bryndís organisti Hjallakirkju í Kópavogi og Neskirkju í Reykjavík, en er nú organisti og kórstjóri í Grafarvogskirkju. Meðfram organistastörfunum kennir Lára orgelleik við Tónskóla þjóðkirkjunnar og kemur fram sem orgel- og semballeikari við ýmis tækifæri. Lára hefur haldið fjölmarga einleikstónleika á orgel, bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum, og hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar, þ.á.m. tónlistarverðlaun Rótarý á Íslandi árið 2014.

Sponsors and partners