Einar Þór Guðmundsson

Barítón

Einar Þór Guðmundsson

Ég heiti Einar Þór Guðmundsson. Ég hef verið í 16 ára tónlistarnámi. Byrjaði við Tónlistarskóla Rangæinga um árið 2000. Ég tók mér smá hlé frá náminu vegna fjárhagsvanda um árið 2003. Ég byrjaði aftur eftir að ég kláraði grunnskóla (um 2006) og fann mig þá í náminu. Það var ekki fyrr en eftir annað árið á eftir hléið að ég varð ástfanginn af píanóinu. Á þeim tíma kom ég fram sem tónlistarstjóri allt að 14 sýningum með Leikfélag Rangæinga um árið 2010 (stuttu fyrir gosið). Um sumarið 2011 flutti ég til Reykjavíkur og hóf nám þar við klassískt píanó hjá Guðríði St. Sigurðardóttur og kláraði framhaldsstigspróf hjá henni 2014. Á þeim tíma þá kom ég frá með Ungsveit Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2012 þar sem við fluttum "Pláneturnar" eftir Gustav Holst. Ég kynntist söngnáminu árið 2012. Þórunn Guðmundsdóttir hefur verið að kenna mér síðan 2012 og nú er ég að klára framhaldsstigsprófið í söng hjá henni núna í maí. Ég hef komið fram í fjórum uppsetningum undir stjórn Þórunnar og hvert einasta verk eftir hana, og stærsta verkið sem ég hef tekið þátt í er óperan um Sæmund Fróða þar sem ég var hinn eini sanni Sæmundur Fróði. 

Næsta haust er ég að fara í Tónskóla Þjóðkirkjunnar og svo stefni ég til  Danmerkur í áframhaldandi söngnám á Bachelor-stigi.

Sponsors and partners