Ólafur Páll Jónsson

Philosopher

Ólafur Páll Jónsson

Ólafur Páll Jónsson (f. 1969) starfar sem prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann stundaði nám í heimspeki við Háskóla Íslands, síðan Calgary-háskóla í Kanada og lauk doktorsprófi frá Massachusetts Institute of Technology í Bandaríkjunum

Ólafur Páll hefur gefið út fjórar bækur um heimspeki. Fyrsta bókin, Náttúra, vald og verðmæti, fjallar um náttúruna frá sjónarhóli siðfræði, fagurfræði og stjórnmála, og var tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis árið 2007.

Auk bóka um heimspeki hefur Ólafur Páll gefið út eina barnabók, Fjársjóðsleit í Granada (2014). Síðasta bók Ólafs Páls, Annáll um líf í annasömum heimi (2020), hefur að geyma heimspekilegar hugleiðingar um samtímann og er í senn persónulegri en fyrri rit en um leið gagnrýnin á menningu og ríkjandi gildismat.

Sponsors and partners