Hinseginleiki á óperusviðinu

Norræna húsið
Hinseginleiki- viðburður

Íris Björk Gunnarsdóttir óperusöngkona og Hjalti Þór Davíðsson píanóleikari 
flytja aríur úr ýmsum óperum með sýnilegan hinseginleika og fjalla um rannsókn Írisar Bjarkar á hinseginleika á óperusviðinu á fræðandi og skemmtilegan hátt. Tónlistin á tónleikunum spannar langt tímabil, allt frá Händel og Mozart til núlifandi tónskálda eins og Paula Kemper. Íris Björk bregður sér í hlutverk ýmissa kynja, castrati söngvara og buxnahlutverk, sögulegar persónur sem og samkynhneigð og trans hlutverk. 

Íris Björk og Hjalti Þór eru nemendur við Tónlistardeild Listaháskóla Íslands og hlutu styrk úr Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir verkefnið Hinseginleiki á óperusviðinu.
Leiðbeinandi verkefnisins er óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir, prófessor og sviðsforseti tónlistar og sviðslista við Listaháskóla Íslands.


Fram koma